Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í dag, að ályktun flokksráðs Vinstri grænna um Líbíu væri óskiljanleg.
Flokksráðið vill að nefndin rannsaki aðdraganda þess að Ísland samþykkti loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Líbíu.
Jóhanna sagði við Ríkisútvarpið eftir ríkisstjórnarfundinn, að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefði staðið rétt að málinu í alla staði.
Þá sagði hún, að stjórnarflokkarnir ættu að láta vera að skiptast á skoðunum gegnum ályktanir heldur ræða málin saman eins og manneskjur ef einhver ágreiningur væri um mál.