Rækjustofninn er enn í lægð

Stofnstærð rækju mældist um 15% minni en á síðasta ári.
Stofnstærð rækju mældist um 15% minni en á síðasta ári. mbl.is/Kristján

Úthafs­rækju­stofn­inn við landið mæl­ist enn lít­ill. Þetta er niðurstaða ár­legra stofn­mæl­inga Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, sem fóru fram á Bjarna Sæ­munds­syni fyr­ir norðan land og aust­an í júlí sl. Aðstæður til mæl­inga voru góðar og veður var með ein­dæm­um gott.

Stofn­stærð rækju mæld­ist um 15% minni en á síðasta ári. Mest magn af rækju fékkst við Gríms­ey, í Skaga­fjarðar­djúpi og aust­ast í Norðurkant­in­um. Bráðabirgðaút­reikn­ing­ar sýna að nýliðun rækju er enn slök og langt und­ir lang­tímameðaltali. Rækj­an var að meðaltali stór og var hún svipuð og síðustu ár. Smæst var rækj­an norðaust­ur af land­inu en stærst við Kol­beins­ey og á Rauða torg­inu.

Eins og und­an­far­in ár fékkst mikið af þorski í leiðangr­in­um, seg­ir í frétt frá Hafró. Mest var af þorski aust­ur af land­inu. Magn grá­lúðu jókst tölu­vert árið 2009 og hef­ur verið til­tölu­lega hátt frá þeim tíma sam­an­borið við fyrri ár. Báðar teg­und­irn­ar éta rækju og geta haft mik­il áhrif á ástand rækju­stofns­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert