AGS barðist gegn aðgerðum fyrir heimilin

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson Kristinn Ingvarsson

„Sú krafa var uppi í upp­hafi krepp­unn­ar að all­ar skuld­ir yrðu færðar niður á þeim grund­velli sem Hags­muna­sam­tök heim­il­anna kröfðust. Þeirri hugs­un var ég al­ger­lega sam­mála,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra, spurður um þau um­mæli hans í pistli að AGS hafi lagst gegn skuld­aniður­fell­ingu fyr­ir heim­il­in.

Ögmund­ur seg­ir sjóðinn hafa beitt sér gegn aðgerðum í þágu heim­il­anna en hann viðraði þá skoðun ein­mitt í pistli sem sagt hef­ur verið frá á vef Morg­un­blaðsins.

„Reynd­ar hafði ég lagt til haustið 2008 að vísi­tal­an yrði tek­in úr sam­bandi. Kraf­an var að vaxta­stigið héldi en að það yrði far­in ein­hvers kon­ar milli­leið með verðtrygg­ing­una.

Mér fannst þetta sann­gjörn krafa. Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn sneri hins veg­ar röng­unni út í mál­inu og kraf­an náði af þeim sök­um aldrei fram að ganga, fékk aldrei al­var­lega umræðu,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert