Þingfundir hefjast að nýju á föstudag að loknu sumarleyfi þingmanna. Fer þá fram svonefnt septemberþing sem aðeins stendur til 15. september með alls níu starfsdögum.
Haustþing hefst svo 1. október. Í Morgunblaðinu í dag segir, að þingmenn hafi ekki fengið mikið frí í ágúst þar sem flestar þingnefndir hafi fundað en í gær og dag koma þær nær allar saman. Þar er lögð áhersla á að afgreiða þau þingmál sem út af stóðu eftir sumarþingið.