Telur lagastoð fyrir útreikningi verðbóta

mbl.is/Ernir

Seðlabank­inn seg­ir, að efn­is­leg niðurstaða í út­reikn­ing­um á verðtrygg­ingu lána sé sú sama hvort sem greiðslur eða höfuðstóll­inn séu verðbætt.

Þetta kem­ur fram í svör­um, sem Seðlabank­inn hef­ur sent umboðsmanni Alþing­is við spurn­ing­um um verðtrygg­ingu. Seg­ist bank­inn því ekki sjá að meg­in­regla laga um verðtrygg­ingu láns­fjár hafi verið rang­lega fram­kvæmd þó regl­ur Seðlabank­ans kveði á um verðbætt­an höfuðstól en lög­in um verðbætt­ar greiðslur.  Því skorti regl­urn­ar ekki laga­stoð.

Seðlabank­inn seg­ist ætíð hafa fylgt þeirri stefnu og meg­in­reglu, sem mörkuð var við upp­töku al­mennr­ar verðtrygg­ing­ar, að höfuðstóll skuld­ar breyt­ist með verðlagsþróun og að af­borg­an­ir og vext­ir reikn­ist af verðbætt­um höfuðstól.

Bréf Seðlabank­ans til umboðsmanns Alþing­is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert