Breskir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um umsvif kínverska kaupsýslumannsins Huangs Nabu hér á landi. Financial Times skrifaði um kaup Huangs á Grímsstöðum á fjöllum í gærkvöldi og breska ríkisútvarpið BBC fjallar um málið á vef sínum í dag.
Bæði Financial Times og BBC sega, að gagnrýnendur áforma Huangs óttist, að Kínverjar muni nota landakaupin til að ná ná ítökum hér á landi og styrkja stöðu sína í þessum heimshluta.
Huang er stjórnarformaður fjárfestingarfélagsins Zhungkun og er einnig sagður hafa starfað í kínverska áróðursmálaráðuneytinu.