Aðgerðum lokið við Breiðagerði

Lögreglan var kölluð út að Breiðagerði.
Lögreglan var kölluð út að Breiðagerði. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Sátt náðist milli íbúa í húsi við Breiðagerði í Reykja­vík, sem átti að bera út í dag, og kröfu­hafa um að fresta frek­ari aðgerðum þar til fjár­málaráðuneytið hef­ur skorið úr um ágrein­ings­atriði.

Liðsmenn Heima­varn­ar­liðsins reyndu að koma í veg fyr­ir að full­trú­ar sýslu­manns­ins í Reykja­vík gætu borið heim­il­is­menn út. Var lög­regla kölluð til og beitti hún valdi til að koma fólk­inu frá hús­inu.

Íbú­arn­ir læstu sig inni og var þá feng­inn lása­smiður til að opna húsið. Full­trú­ar sýslu­manns fóru síðan inn í húsið en þar náðist sam­komu­lag milli þeirra og íbú­anna um að fresta aðgerðum.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert