Dr. No á eldfjallaeyjunni

Uffe Ellemann-Jensen.
Uffe Ellemann-Jensen.

„Þetta hljóm­ar eins og söguþráður­inn í einni af gömlu og góðu James Bond-mynd­un­um," seg­ir Uffe Ell­em­an-Jen­sen, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Dan­merk­ur, á bloggsíðu sinni um fyr­ir­ætlan­ir kín­verska kaup­sýslu­manns­ins Huangs Nubo um jarðakaup á Íslandi.

„Dul­ar­full­ur og for­rík­ur Kín­verji kaup­ir gríðar­mikið land­flæmi langt frá skarkala heims­ins á norðan­verðu Íslandi fyr­ir stór­fé, sem skuld­sett þjóðin get­ur svo sann­ar­lega notað. Og svo fær ímynd­un­ar­aflið laus­an taum­inn: Þetta var hernaðarlega mik­il­vægt svæði í kalda stríðinu - og gæti orðið það á ný þegar ís­inn bráðnar á norður­póln­um og nýj­ar sigl­inga­leiðir og ný fiski­mið koma í ljós... Ætlar hann að byggja höfn? Vill hann nýta áður óþekkt­ar málm­grýtis­teg­und­ir? Eða ætl­ar hann bara, eins og hann seg­ir sjálf­ur, að búa til ferðamannamiðstöð í friðsælli nátt­úr­unni? (Það er frá­bær laxveiði í ná­grenn­inu)" skrif­ar Ell­em­an-Jen­sen.

Hann seg­ir að kín­versk­ir fjár­fest­ar hafi keypt land og nátt­úru­auðlind­ir um all­an heim. Þeir kaupi m.a. rækt­ar­land í Afr­íku á sama tíma og mat­væli eru að verða tak­mörkuð auðlind.

„Og svo birt­ist Dr. No á Íslandi - og víða ann­ars staðar. Og valda­jafn­vægið breyst­ist meir og meir..." 

Pist­ill Ell­em­ans-Jen­sens

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert