Bæjarstjórn Árborgar hefur boðað til opins fundar um fangelsismál annað kvöld og boðið til hans þingmönnum kjördæmisins og Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra. Í fundarboði kemur fram að mikilvægt sé að uppbygging verði áfram áformuð á Litla-Hrauni.
Er ætlunin að ræða áform stjórnvalda um uppbyggingu nýs gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsis. Hvetur Árborg íbúa sveitarfélagsins til að mæta á fundinn.
Fer fundurinn fram í Rauða húsinu á Eyrarbakka og hefst kl. 20.