Huang: Viðskipti ekki pólitík

Huang Nubo
Huang Nubo mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Kín­verski fjár­fest­ir­inn Huang Nubo seg­ir í sam­tali við kín­versku rík­is­frétta­stof­una, Xin­hua, að kaup hans á Gríms­stöðum á Fjöll­um séu ein­göngu viðskipta­leg, ekki póli­tísk.

Huang seg­ir í viðtal­inu að fyr­ir­tæki hans, Zhongk­un Group, ætli að byggja upp ferðaþjón­ustu á svæðinu og nem­ur fjár­fest­ing­in 200 millj­ón­um Banda­ríkja­dala, 22,7 millj­örðum króna.

Zhongk­un er fast­eigna­fé­lag í einka­eigu og er Huang stjórn­ar­formaður þessu. Fé­lagið var stofnað árið 1995, sam­kvæmt frétt Xin­hua. Meðal ann­ars verður rekið hót­el á Gríms­stöðum, golf­vell­ir og boðið upp á úti­vist af ýmsu tagi, seg­ir Huang. Hann sér ýmis tæki­færi tengd ferðamennsku á Íslandi en fé­lagið á meðal ann­ars fast­eign­ir í Kína og Banda­ríkj­un­um.

Í frétt Fin­ancial Times er ýjað að því að verk­efni Huangs teng­ist áhuga Kína á að ná áhrif­um á Íslandi og í Norður-Atlants­hafi. Þessu neit­ar Huang og seg­ir verk­efnið ein­göngu viðskipta­legs eðlis og ekki tengj­ast póli­tík á nokk­urn hátt. Tel­ur Huang að bæði fyr­ir­tækið og íbú­ar á Íslandi geti hagn­ast á verk­efn­inu.

Huang staðfest­ir í viðtal­inu að hann hafi unnið fyr­ir kín­verska Komm­ún­ista­flokk­inn og ráðuneyti fram­kvæmda á ní­unda ára­tugn­um og í byrj­un tí­unda ára­tug­ar­ins. „Ég var venju­leg­ur skrif­stofumaður þá og hætti að vinna fyr­ir stjórn­völd fyr­ir löngu. Það er fá­rán­legt að draga þá álykt­un að fyr­ir­tæki mitt njóti op­in­bers stuðnings,“ seg­ir Huang í viðtal­inu.

Fjallað er um tengsl Huangs við Hjör­leif Svein­björns­son í frétt­inni en þeir voru skóla­bræður á sín­um tíma. Huang fer fögr­um orðum um Ísland í viðtal­inu en hann hef­ur meðal ann­ars sett eina millj­ón Banda­ríkja­dala í að auka tengsl milli ís­lenskra og kín­verskra ljóðskálda en hann tók þátt í ljóðahátíð hér á landi á síðasta ári. Huang kom í fyrsta skipti til Íslands til þess að taka þátt í hátíðinni og lands­lagið á Íslandi heillaði hann mjög. Eins hafi fólk í viðskipta­líf­inu á Íslandi sýnt áhuga á að fá kín­verska fjár­fest­ingu inn í landið.

Þrátt fyr­ir að búið sé að skrifa und­ir söl­una á Gríms­stöðum þarf að fá samþykki hjá ís­lensk­um og kín­versk­um stjórn­völd­um fyr­ir viðskipt­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert