Lán lækkuð um 143,9 milljarða

mbl.is/Arnaldur

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja, að lán heim­ila hafi í lok júlí verið færð niður um 143,9 millj­arða króna frá banka­hruni.

Sam­tök­in segj­ast hafa aflað upp­lýs­inga um stöðu þess­ara mála hjá aðild­ar­fé­lög­um sín­um, Íbúðalána­sjóði og líf­eyr­is­sjóðum. Þar komi einnig fram að rúm­lega 87 þúsund lán­tak­ar hafi fengið eða leitað eft­ir niður­færslu hjá fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, Íbúðalána­sjóði og líf­eyr­is­sjóðum á grunni 110% leiðar, sér­tækr­ar skuldaaðlög­un­ar og end­urút­reikn­ings á geng­is­tryggðum fast­eigna­veðlán­um og bíla­lán­um.

Í lok júlí höfðu um 79.600 mál verið af­greidd og tæp­lega 1.300 um­sókn­um verið hafnað hjá lán­veit­end­um. Um 6.200 mál voru enn í vinnslu. Segja sam­tök­in að því sé ljóst að tal­an 143,9 millj­arðar á eft­ir að hækka þegar úr­vinnslu þeirra mála ljúki.

Sótt hafði verið um niður­færslu rúm­lega 13.400 lána á grunni hinn­ar svo­kölluðu 110% leiðar. Samþykkt­ar höfðu verið um 7.500 um­sókn­ir, um 1.100 hafnað og tæp­lega 4.800 um­sókn­ir voru enn í vinnslu. Af­greiðsla þess­ara mála hef­ur leitt til niður­færslu á lán­um upp á 18,7 millj­arða króna.

Íbúðalána­sjóði hafa borist yfir 5.000 um­sókn­ir um 110% leiðina. Íbúðalána­sjóður hafði um síðastliðin mánaðar­mót samþykkt 632 um­sókn­ir, hafnað 543 og ríf­lega 3.900 voru í vinnslu. Lán viðskipta­vina sjóðsins hafa verið færð niður um rúma 1,6 millj­arða króna vegna þessa.

Þá segja Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja, að sam­bæri­leg­ar töl­ur fyr­ir líf­eyr­is­sjóðina sýni að fjöldi um­sókna var hátt í 500. 75 um­sókn­ir höfðu verið samþykkt­ar um mánaðamót­in, 210 verið hafnað og 183 voru í vinnslu. Lán viðskipta­vina líf­eyr­is­sjóða hafi verið færð niður um rúm­ar 200 millj­ón­ir króna.

Rúm­lega 1.600 heim­ili hafa sótt um sér­tæka skuldaaðlög­un. Samþykkt­ar höfðu verið um 820 um­sókn­ir en tæp­lega 180 verið hafnað, auk þess sem um 600 mál eru enn í vinnslu. Heild­arniður­færsla vegna þessa úrræðis, miðað við júlí­lok, er tæp­ir 5,6 millj­arðar króna.

Fjár­mála­fyr­ir­tæk­in hafa lokið end­urút­reikn­ingi rúm­lega 71 þúsund geng­is­tryggðra lána. Þar af eru 11.800 fast­eignalán og 59.400 lán vegna bif­reiðaviðskipta.

Heild­arniður­færsla fast­eigna­veðlána vegna end­urút­reikn­ings eru tæp­ir 79 millj­arðar króna. Lán vegna bif­reiðaviðskipta hafa verið færð niður um 40,6 millj­arða króna við end­urút­reikn­ing.

Sam­tök­in segja að hafa beri í huga þegar þess­ar töl­ur séu skoðaðar að lán­tak­ar kunni í sum­um til­vik­um að hafa nýtt sér fleiri en eitt af þeim úrræðum sem staðið hafi til boða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert