Hróðmar Helgason, einn þriggja íslenskra lækna sem hafa þekkingu og reynslu til að framkvæma flóknar hjartaþræðingar á börnum, flutti nýlega til Svíþjóðar.
Í umfjöllun um læknamálin í Morgunblaðinu í dag segir hann laun sérfræðimenntaðra lækna vera um helmingi hærri annars staðar á Norðurlöndum en tíðkast hérlendis. Í Svíþjóð fæst Hróðmar meðal annars við hjartaaðgerðir á börnum sem send eru frá Íslandi.