Lögreglan beitti valdi

Lögreglan var kölluð út að Breiðagerði þar sem bera átti …
Lögreglan var kölluð út að Breiðagerði þar sem bera átti íbúa út mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Lögreglan beitti valdi við að koma liðsmönnum Heimavarnarliðsins frá húsi við Breiðagerði í Reykjavík þar sem reynt var að koma í veg fyrir útburð íbúa.

Fulltrúar sýslumannsins í Reykjavík ætluðu að bera íbúana út í morgun en mættu mikilli andspyrnu frá um 20-30 liðsmönnum Heimavarnarliðsins sem komu í veg fyrir að fulltrúarnir kæmust að húsinu.

Var lögregla kölluð til og beitti hún valdi við að koma fólkinu frá en enginn var handtekinn, samkvæmt upplýsingum frá blaðamanni og ljósmyndara mbl.is sem fylgjast með gangi mála í Breiðagerðinu.

Fulltrúar sýslumanns hafa reynt að komast inn í húsið eftir að lögreglan kom á vettvang en enginn hefur komið til dyra. Samt er talið að íbúarnir séu inni í húsinu.

Frá Breiðagerðinu nú áðan
Frá Breiðagerðinu nú áðan mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert