Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann mótorhjóls við IKEA í Garðabæ í dag, en hann mældist á 201 km hraða. Leyfilegur hámarkshraði á þessum stað er 80 km. Maðurinn var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða.
Samkvæmt sektarreikni á heimasíðu Umferðarstofu má maður sem tekinn er á 201 km hraða þar sem hámarkshraði er 80 km eiga von á 150 þúsund króna sekt. Hann má eiga von á að vera sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði og fær þrjá refsipunkta í ferilskrá.