Slasaðist á Vilhjálmsvelli

Frá Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
Frá Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Þrettán ára piltur slasaðist á fæti er hann var í körfubolta á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum um miðjan dag í dag. Steig hann ofan í rör á vellinum og var óttast um tíma að hann hefði fótbrotnað.

Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum fór betur en á horfðist, hlaut pilturinn meiðsl á sköflungi. Steig hann ofan á plaströr sem hafði ekki verið gengið frá með viðeigandi hætti.

Glefsað í lítið barn

Skömmu eftir þetta atvik fékk lögreglan tilkynningu um að hundur hefði glefsað í lítið barn á Egilsstöðum. Barnið hlaut óveruleg meiðsl en um lítinn hund var að ræða. Hafði hann sloppið frá eigendum sínum en lögreglunni hefur ekki tekist að hafa uppi á þeim eða hundinum. Brýnir lögreglan fyrir hundaeigendum að huga vel að dýrum sínum þannig að óhöpp sem þetta geti ekki komið upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert