Svipuð lygasaga var notuð fyrir sjö árum

mbl.is/Júlíus

Lögreglu hefur ekki tekist að hafa hendur í hári þeirra manna sem hafa reynt að plata börn upp í bíla í Hafnarfirði og í Keflavík að undanförnu. Málin eru tekin alvarlega enda engin ástæða til annars.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir, að fyrir rúmlega sjö árum var níu ára stúlka plötuð upp í bíl í Kópavogi en ökumaðurinn laug að henni að móðir hennar væri á spítala og hann myndi aka stúlkunni þangað. Hann skildi síðan stúlkuna eftir á Mosfellsheiði þar sem svo heppilega vildi til að ökumaður jeppa varð hennar var.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert