Alls hafa veiðst 3.388 laxar í Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakka, og 3.372 laxar í Eystri-Rangá. Samanlagt hafa því Rangárnar gefið 6.760 laxa í sumar. Allt síðasta sumar veiddust 12.490 laxar í Rangánum.
Norðurá er í þriðja sæti lista yfir aflahæstu árnar hjá Landssambandi veiðifélaga með 2.068 laxa í sumar.
Í ellefu ám hafa veiðst yfir eitt þúsund laxar í sumar, samkvæmt tölum sem birtar eru á vef Landssambands veiðifélaga.
Í Vatnsdalsá hafa veiðst 570 laxar í sumar en þar af eru 7 laxar sem mældust 100 sm eða lengri.