ASÍ svarar Bónus

Krónan reyndist vera með ódýrustu matvörukörfuna í nýrri könnun ASÍ
Krónan reyndist vera með ódýrustu matvörukörfuna í nýrri könnun ASÍ mbl.is/Golli

Vegna yfirlýsingar frá verslunarkeðjunni Bónus um verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ vill ASÍ taka fram að verðlagseftirlit ASÍ vinnur eftir ákveðnum verklagsreglum. Þessi verðkönnun var, líkt og aðrar, framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum og skráð niður það verð sem stóð neytendum til boða á þeim tímapunkti.

„Í umræddri könnun var ýmist skoðaður ódýrasti valkostur af ákveðinni vöru t.d. ódýrasta kílóverðið af hveiti eða ákveðið vörumerki. Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í versluninni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Nokkuð ber á því að afslættir séu ekki sýnilegir og eru þeir þar af leiðandi ekki teknir með.

Síðastliðinn mánudag var meðal annars kannað verð á ódýrasta fáanlega nautahakkinu 8-12% með max 10% próteinblöndu. Er þar eingöngu miðað við að hakkið uppfylli þessi skilyrði, en horft framhjá vörumerkjum og gæðum að öðru leyti. Þetta er gert til þess að upplýsa neytendur um hvað varan kostar.

Í tilviki Bónuss, var ódýrasta nautahakkið á 1.498 kr. þegar verðkönnun ASÍ fór fram í verslun þeirra við Korputorg sl. mánudag. Gagnrýni Bónuss er því á misskilningi byggð,“ segir í tilkynningu frá ASÍ.

Gagnrýni sem Bónus sendi frá sér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert