Eflaust yngsta langalangamma landsins

Þær eru brosmildar ungu mömmurnar, ömmurnar og langömmurnar á myndinni sem fylgir með en en þar koma saman, með fimmta ættliðinn, fjórar kynslóðir kvenna sem hafa allar eignast barn ungar. Í fangi langalangömmu sinnar, Dýrfinnu Óskar Högnadóttur, sem er ein yngsta langalangamma landsins, 72 ára, situr Benjamín. Lengst til vinstri er dóttir Dýrfinnu og langamma Benjamíns, Alda Ósk Jónsdóttir, 52 ára. Þá móðir hans, Sunna Mjöll Albertsdóttir, 19 ára, og lengst til hægri móðir hennar og amma Benjamíns, Sylvía Dröfn Eðvaldsdóttir, 35 ára.

Dýrfinna Ósk Högnadóttir varð langalangamma í annað sinn hinn 2. ágúst sl. þegar 19 ára dótturdótturdóttir hennar, Sunna Mjöll Albertsdóttir, eignaðist myndarlegan dreng með unnusta sínum Chris Caird, 22 ára.

Dýrfinna er aðeins 72 ára gömul og er því ein yngsta langalangamma Íslands.

Þær eru því margar ungar mömmurnar og ömmurnar í fjölskyldunni en tvær dætra Dýrfinnu eru nú orðnar langömmur.

„Þetta er í genunum ábyggilega. Ætli það hafi bara ekki verið laus taumurinn,“ segir Dýrfinna og skellihlær þegar hún er innt eftir því hvort það sé hefðin að eignast barn snemma.

Dýrfinna á barnaláni að fagna en hún á fimm dætur og einn son.

„Ég veit hreinlega ekki hvað ég orðið mörg langömmubörn. Ég held að þau séu að verða tuttugu ef þau eru ekki þegar komin yfir tuttugu,“ segir Dýrfinna hlæjandi. „Enda er það eins og stórt ættarmót þegar ég og börnin mín koma saman sem við reynum að gera á hverju sumri.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert