Fá styrk til að upplýsa um ESB

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins er formaður Heimssýnar
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins er formaður Heimssýnar mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Úthlutunarnefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði til að úthluta styrkjum til að stuðla að opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu um Evrópusambandið hefur veitt Evrópuvaktinni, Heimssýn og Já Ísland styrki en úthlutunarfé til ráðstöfunar nú nam 27 milljónum króna.

Alls bárust nefndinni 18 umsóknir og uppfylltu 8 þeirra skilyrði sem kveðið er á um í úthlutunarreglum. Við úthlutun var sérstaklega gætt að því að fjárveitingar til andstæðra sjónarmiða til Evrópusambandsaðildar væru sem jafnastar. Sótt var um styrki til fjölbreyttra verkefna, svo sem fyrirlestra, þýðinga, ráðstefnuhalds og rannsókna, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert