Ísland fær 28 milljónir evra í styrki

Reuters

Sam­kvæmt áætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins er gert ráð fyr­ir að 28 millj­ón­um evra verði varið í styrki til Íslands fyr­ir árin 2011–2013 eða 4,6 millj­örðum ís­lenskra króna á geng­inu í lok ág­úst 2011. Ekki er kveðið á um það í lög­um ESB að um­sókn­ar­ríki þurfi að end­ur­greiða styrki ef þau draga um­sókn sína til baka.

Þetta kem­ur fram á Evr­ópu­vefn­um en þar seg­ir einni að í áætl­un ís­lenskra stjórn­valda er gert ráð fyr­ir að beinn kostnaður vegna um­sókn­ar­ferl­is­ins geti numið alls 990 millj­ón­um króna á tíma­bil­inu 2009–2012. Þar af er beinn kostnaður ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins vegna ferða, ráðgjaf­ar, starfs­manna og annarra þátta áætlaður 300 millj­ón­ir, annarra ráðuneyta 100 millj­ón­ir og loks er gert ráð fyr­ir þýðing­ar­kostnaði upp á 390 millj­ón­ir.

„Evr­ópu­sam­bandið kem­ur ekki beint að kostnaði Íslands við um­sókn­ar­ferlið sjálft. Sam­bandið veit­ir þó ríkj­um sem hafa sótt um aðild að sam­band­inu stuðning sam­kvæmt svo­kallaðri IPA-áætl­un (Instrument for Pre-Accessi­on Ass­ist­ance). Mark­mið stuðnings­ins er að búa stjórn­sýslu um­sókn­ar­rík­is sem best und­ir að tak­ast á við um­sókn­ar­ferlið og sömu­leiðis inn­göng­una ef til þess kem­ur. Styrk­ir sam­kvæmt áætl­un­inni eru að mestu ein­ung­is veitt­ir til um­bóta sem nýt­ast þó að ekki komi til aðild­ar og að sögn ut­an­rík­is­ráðherra á það við um öll verk­efni sem Íslend­ing­ar hafa sótt um sam­kvæmt IPA-áætl­un­inni," seg­ir á Evr­ópu­vefn­um.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert