Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli

Mýrdalsjökull.
Mýrdalsjökull. mynd/Landhelgisgæslan

Jarðskjálfti, sem mældist 3,2 stig samkvæmt sjálfvirkum skjálftalista á vef Veðurstofunnar, varð í Mýrdalsjökli skammt frá Goðabungu laust fyrir klukkan 19 í kvöld.

Nokkuð hefur verið um jarðskjálfta í Mýrdalsjökli í sumar og í júlí varð þar m.a. skjálfti sem mældist 3,8 stig.

Staðurinn þar sem skjálftinn varð er merktur með grænni stjörnu. …
Staðurinn þar sem skjálftinn varð er merktur með grænni stjörnu. Kortið er af vef Veðurstofunnar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert