Krónan ódýrust

Verslun Krónunnar í Mosfellsbæ
Verslun Krónunnar í Mosfellsbæ mbl.is/Rax

Allt að 28% verðmun­ur reynd­ist vera á mat­ar­körf­unni þegar verðlags­eft­ir­lit ASÍ kannaði verð í átta mat­vöru­versl­un­um síðastliðinn mánu­dag. Mat­arkarf­an var ódýr­ust í Krón­unni þar sem hún kostaði 10.103 krón­ur en dýr­ust í Nóa­túni þar sem hún kostaði 12.912 kr. sem er 28% verðmun­ur eða 2.809 krón­ur.

Krón­an og Nóa­tún eru báðar í eigu Kaupáss.

Lít­ill verðmun­ur var á verði mat­ar­körf­unn­ar á milli Bón­uss, Krón­unn­ar og Víðis, en karf­an var aðeins 26 kr. dýr­ari í Bón­us en í Krón­unni, og 179 kr. dýr­ari í Víði, seg­ir í til­kynn­ingu frá ASÍ.

Versl­un­in Kost­ur Dal­vegi neit­ar ít­rekað þátt­töku í verðkönn­un­um ASÍ og heim­il­ar ekki starfs­fólki þess að taka niður verð í versl­un sinni.

Dæmi eru um mik­inn verðmun í öll­um vöru­flokk­um í þess­ari mat­ar­körfu. Sem dæmi má nefna að 250 ml KEA-skyr­drykk­ur m/​hind­berj­um&trönu­berj­um var ódýr­ast­ur 128 kr./​st. hjá Bón­us en dýr­ast­ur á 148 kr./​st. í Nóa­túni, sem er 16% verðmun­ur.

Morgun­kornið Cheer­i­os var ódýr­ast á 804 kr./​kg hjá Fjarðar­kaup­um en dýr­ast á 1.254 kr./​kg hjá Nóa­túni, sem er 56% verðmun­ur. Íslensk gúrka var ódýr­ust á 365 kr./​kg hjá Bón­us en dýr­ust á 478 kr./​kg í Fjarðar­kaup­um, sem er 31% verðmun­ur.

500 g poki af Merr­ild-kaffi var ódýr­ast­ur á 748 kr. hjá Fjarðar­kaup­um en dýr­ast­ur á 947 kr. hjá Sam­kaup­um-Úrvali sem er 27% verðmun­ur. Einnig var mik­ill verðmun­ur á „ódýr­asta kína­kál­inu“ sem var dýr­ast á 589 kr./​kg hjá Sam­kaup­um-Úrvali og ódýr­ast á 269 kr./​kg hjá Bón­us sem er 119% verðmun­ur.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert