Landsdómur kemur saman á mánudag klukkan 10 í Þjóðmenningarhúsinu. Þá mun fara fram málflutningur um frávísunarkröfu Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.
Naumur meirihluti Alþingis samþykkti 28. september 2010 að ákæra Geir fyrir landsdómi. Í ákærunni er krafist refsingar, sem samkvæmt lögum getur verið sekt og/eða fangelsisvist, og greiðslu sakarkostnaðar.