Stuðningur við flokka breytist lítið

Ríkisstjórnin á fundi.
Ríkisstjórnin á fundi. mynd/bb.is

Stuðningur við ríkisstjórnina og fylgi stjórnmálaflokkana hefur lítið breyst undanfarna mánuði samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup, sem fjallað var um í fréttum Útvarpsins.

Þar kom fram að þriðjungur þeirra, sem tóku afstöðu, styður ríkisstjórnina. 36% styðja Sjálfstæðisflokkinn, 22% styðja Samfylkinguna, tæp 17% styðja Framsóknarflokkinn, 14%  Vinstri græn og um 3% styðja Hreyfinguna. Nærri 9% sögðust myndu kjósa önnur framboð.

Gallup segir að þetta sé talsverð aukning frá því í júlí þegar stuðningur við önnur framboð mældist 6%. Guðmundur Steingrímsson þingmaður sagðist í ágúst vera að undirbúa nýtt framboð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert