Þyrlan sótti sjúkling í Stykkishólm

Landhelgisgæslunni barst á sjötta tímanum í morgun beiðni frá lækni í Stykkishólmi um að þyrla yrði send eftir mjög veikri konu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og fór TF-LÍF í loftið um sexleytið.

Flogið var beint á flugvöllinn í Stykkishólmi en þar beið sjúkrabifreið með konuna. Var hún flutt yfir í þyrluna og farið að nýju í loftið kl. 06:50. Lent var með konuna á Landspítalanum í Fossvogi klukkan 07:30 í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert