7 þúsund ný störf í augsýn

Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi.
Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi. mbl.is/Kristinn

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra taldi á Alþingi í morg­un upp ýms­ar aðgerðir víða um land, op­in­ber­ar og hálfop­in­ber­ar, sem hún sagði að ættu að skila með bein­um hætti í kring­um 7 þúsund nýj­um störf­um á næstu árum og fjölda af­leiddra starfa.

Sagði Jó­hanna, að þess­ar fjár­fest­ing­ar væru upp á 80-90 millj­arða króna. Þá væru ótald­ar fram­kvæmd­ir í orku­ver­um og stóriðju en vænta mætti þess að þar muni verða til sam­bæri­leg­ur fjöldi nýrra starfa.

Fram kom einnig í máli Jó­hönnu, að hlut­ur launa af lands­fram­leiðslu hefði aldrei verið lægri en nú eða 59%, sam­an­borið við 72% árið 2007. Lækk­un­in svaraði til 13% af lands­fram­leiðslu, um 200 millj­arða króna, sem farið hefðu frá launþegum til fyr­ir­tækja.

„Það ætti að létta mörg­um fyr­ir­tækj­um að standa und­ir kjara­bót­um án þess að hækk­un­inni sé velt út í verðlagið," sagði Jó­hanna.

Stjórn­ar­andstaðan efna­hags­vanda­mál

Í lok umræðunn­ar gagn­rýndi Jó­hanna Sig­urðardótt­ir stjórn­ar­and­stöðuna harðlega og sagði að niðurrif stjórn­ar­and­stöðunn­ar væri að verða eitt helsta efna­hags­vanda­málið. Það eina sem kæmi frá þeim bæ væri niðurrif og tal um að allt væri í kalda­koli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert