Þess var synjað í dag að afgreiða frumvarp um stjórnarráð úr allsherjarnefnd í dag. Róbert Marshall, formaður nefndarinnar er þó bjartsýnn á að nefndarmenn nái saman um afgreiðslu þess. Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, og Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, greiddu atkvæði gegn því og Þór segir óboðlegt að samþykkja það að svo stöddu.