Fagnar kínverskum fjárfestingum

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Reuters

„Kínverjar og Indverjar réttu Íslandi hjálparhönd á margan uppbyggjandi hátt á meðan Evrópa var fjandsamleg og Bandaríkjamenn ekki til staðar,“ hefur fréttavefur Financial Times eftir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í dag spurður um kaup kínversks fjárfestis á Grímsstöðum á Fjöllum.

Fram kemur í fréttinni að Ólafur fagni fjárfestingunni enda sé hún til marks um aukin tengsl Íslands við Kína sem sé vaxandi efnahagsveldi. Hins vegar hafi Evrópa og Bandaríkin yfirgefið landið þegar efnahagshrunið varð hér fyrir þremur árum.

Hann sagðist ekki telja ástæðu til þess að óttast fjárfestingar Kínverja á Íslandi á meðan þær sættu nákvæmri skoðun og fagnaði áhuga Kínverja og Indverja á landinu á sama tíma og samskipti við hefðbundna bandamenn í NATO væru orðin stirðari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert