Fresta fundi í allsherjarnefnd

Róbert Marshall, formaður allsherjarnefnd Alþingis.
Róbert Marshall, formaður allsherjarnefnd Alþingis.

„Það var ekki samkomulag við stjórnarandstöðuna um að halda fundinn á þessum tíma,“ segir Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, en boðaður hafði verið fundur í nefndinni nú seinni partinn til þess að ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórnarráðinu.

Frumvarpið var fellt á fundi allsherjarnefndar í morgun en Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, greiddi atkvæði gegn því ásamt fulltrúum stjórnarandstöðunnar að frumvarpið færi til annarrar umræðu á Alþingi.

Róbert segir að enn standi til að funda um málið og að fundinum verði frestað til mánudagsmorguns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert