Frumvarpið fellt í nefnd

Þráinn Bertelsson, þingmaður
Þráinn Bertelsson, þingmaður mbl.is/Ómar

Stjórn­ar­frum­varp um end­ur­skoðun á lög­um um stjórn­ar­ráðið var fellt í alls­herj­ar­nefnd Alþing­is sem nú stend­ur yfir. Greiddi Þrá­inn Bertels­son, þingmaður VG, at­kvæði með stjórn­ar­and­stöðinni. Eins greiddi Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, at­kvæði gegn til­lög­unni en rætt hef­ur verið um að Hreyf­ing­in myndi styðja frum­varpið.

Í frum­varp­inu var meðal ann­ars lagt til að fram­veg­is skuli ákvörðun­ar­vald um það hvaða ráðuneyti skuli starf­rækt hvíla hjá stjórn­völd­um á hverj­um tíma en ekki Alþingi.

Mjög hef­ur verið deilt um hug­mynd­ir Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra um að stofna eitt at­vinnu­vegaráðuneyti og full­yrt að mark­mið henn­ar sé að losna við Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, úr rík­is­stjórn­inni. Þing­menn Vinstri grænna ótt­ast að málið allt geti valdið al­var­leg­um klofn­ingi í flokkn­um.

Sum­ir heim­ild­ar­menn blaðsins segja að nú hafi verið gerð mála­miðlun: VG muni styðja frum­varpið gegn lof­orði um að ekki verði hróflað við Jóni út kjör­tíma­bilið. Ekki virðist það hafa náð fram að ganga þar sem Þrá­inn greiddi at­kvæði með stjórn­ar­and­stöðunni í mál­inu á nefnd­ar­fund­in­um sem nú stend­ur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert