Höfum náð árangri

Jón Bjarnason, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi.
Jón Bjarnason, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi.

„Við höfum náð árangri og við erum að vinna okkur út úr erfiðleikunum," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar hún flutti Alþingi skýrslu um stöðuna í efnahags- og atvinnumálum.

 Sagði hún margt benda til þess að hagvöxtur á þessu ári væri vanmetinn en fyrirliggjandi verkefni væru að auka hagvöxt og efnahagsumsvif á næstu árum.

Sagði Jóhanna að atvinnumál yrðu helstu verkefni ríkisstjórnarinnar á næstu mánuðum. Þá sagði hún að ríkisstjórnin hefði setið undir ómaklegri gagnrýni um dugleysi. Sagðist Jóhanna vísa þeirri gagnrýni á bug. Ríkisstjórnin hefði fylgt skýrri stefnu í efnahagsmálum og árangur hennar væri staðfestur með lokum samstarfsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Lífskjarasókn framundan

Jóhanna sagði að lífskjarasókn væri framundan og þá lífskjarasókn verði að byggja á jafnari skiptingu tekna, samfélagslegri ábyrgð og virðingu fyrir náttúrugæðum.

„Reynslan sýnir að valið stendur ekki á milli hagvaxtar og jöfnuðar því jöfnuður er forsenda varanlegs hagvaxtar og samfélagslegrar sáttar," sagði Jóhanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert