Alþingi kemur saman klukkan hálfellefu í dag að loknu sumarleyfi og mun starfa næstu tvær vikurnar. Búið er að negla niður um 200 svarta krossa fyrir utan Alþingishúsið.
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að Alþingi muni lítið skipta sér af krossunum á Austurvelli, svæðið sé í umsjá garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar.
Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru boðuð „þögul mótmæli“ fyrir framan Alþingi í dag.
Lögregla hafði ekki fengið upplýsingar um hverjir standa að mótmælunum.