Þess var synjað að afgreiða frumvarp um stjórnarráð úr allsherjarnefnd í morgun. Innan nefndarinnar er tekist á um skráningu á fundargerðum og hljóðritun ríkisstjórnarfunda. Frumvarpið hefur verið umdeilt þar sem meðal annars hefur verið deilt um skipulag ráðuneyta, en því hefur verið haldið fram að það sé sett til höfuðs Jóni Bjarnasyni með það fyrir augum að liðka fyrir aðildarviðræðum að ESB.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir óboðlegt að samþykkja frumvarpið í núverandi mynd.