Reynir á stóru fyrirheitin

Kjarasamningar náðust í byrjun sumars og gilda til ársins 2014 …
Kjarasamningar náðust í byrjun sumars og gilda til ársins 2014 ef forsendurnar halda. mbl.is/Ómar

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, seg­ir ótíma­bært að segja fyr­ir um hvort for­send­ur kjara­samn­inga muni halda í janú­ar. Ein af for­send­um samn­ing­anna og raun­ar meg­in for­senda þeirra er að kaup­mátt­ur launa hafi auk­ist á tíma­bil­inu frá des­em­ber 2010 til des­em­ber 2011 skv. launa­vísi­tölu.

Þrátt fyr­ir um­tals­verða verðbólgu er út­lit fyr­ir að þessi for­senda muni þrátt fyr­ir allt halda þegar að end­ur­skoðun kem­ur í janú­ar.

Spurður um þetta seg­ir Gylfi að margt þurfi að fara úr bönd­un­um á næstu mánuðum til að þetta stand­ist ekki. „En það er líka gert ráð fyr­ir að verðbólg­an sé stöðug. Það er líka for­senda að krón­an hafi styrkst mark­tækt frá fyrri hluta árs­ins,“ seg­ir hann.

Gylfi minn­ir líka á að yf­ir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar um fjöl­marg­ar aðgerðir, m.a. í at­vinnu­mál­um, er mik­il­væg for­senda fyr­ir áfram­hald­andi gildi kjara­samn­ing­anna. Þar er ekki síst um að ræða skuld­bind­ing­ar um ákveðið um­fang fjár­fest­inga sem ráðast á í.

Rík­is­stjórn­in á skv. sam­komu­lag­inu við aðila vinnu­markaðar­ins að leggja í haust fram fjár­fest­inga­áætl­un, efna­hags­áætl­un og áætl­un um rík­is­fjár­mál í sam­starfi við aðila vinnu­markaðar­ins um þróun efna­hags- og at­vinnu­mála.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka