Reynir á stóru fyrirheitin

Kjarasamningar náðust í byrjun sumars og gilda til ársins 2014 …
Kjarasamningar náðust í byrjun sumars og gilda til ársins 2014 ef forsendurnar halda. mbl.is/Ómar

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ótímabært að segja fyrir um hvort forsendur kjarasamninga muni halda í janúar. Ein af forsendum samninganna og raunar megin forsenda þeirra er að kaupmáttur launa hafi aukist á tímabilinu frá desember 2010 til desember 2011 skv. launavísitölu.

Þrátt fyrir umtalsverða verðbólgu er útlit fyrir að þessi forsenda muni þrátt fyrir allt halda þegar að endurskoðun kemur í janúar.

Spurður um þetta segir Gylfi að margt þurfi að fara úr böndunum á næstu mánuðum til að þetta standist ekki. „En það er líka gert ráð fyrir að verðbólgan sé stöðug. Það er líka forsenda að krónan hafi styrkst marktækt frá fyrri hluta ársins,“ segir hann.

Gylfi minnir líka á að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um fjölmargar aðgerðir, m.a. í atvinnumálum, er mikilvæg forsenda fyrir áframhaldandi gildi kjarasamninganna. Þar er ekki síst um að ræða skuldbindingar um ákveðið umfang fjárfestinga sem ráðast á í.

Ríkisstjórnin á skv. samkomulaginu við aðila vinnumarkaðarins að leggja í haust fram fjárfestingaáætlun, efnahagsáætlun og áætlun um ríkisfjármál í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins um þróun efnahags- og atvinnumála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert