Saka Jóhönnu um að fara rangt með tölur

Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir.
Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem seg­ir að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra hafi ekki farið rétt með töl­ur um hlut launa í lands­fram­leiðslu.
 
Jó­hanna sagði í ræðu á Alþingi í dag að hlut­ur launa í lands­fram­leiðslu hefði aldrei verið lægri en nú eða um 59% sam­an­borið við yfir 72% árið 2007. „Lækk­un­in svar­ar til 13%  af lands­fram­leiðslu sem farið hafa frá launþegum til fyr­ir­tækja, í krón­um talið um 200 millj­arðar króna,“ sagði Jó­hanna.
 
Þetta er ekki rétt, seg­ir í til­kynn­ingu Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.
 
„Um­rædd hlut­föll, 59% og 72%, eru af hug­tak­inu verg­um þátta­tekj­um, ekki lands­fram­leiðslu. Verg­ar þátta­tekj­ur eru mun lægri fjár­hæð en verg lands­fram­leiðsla. Árið 2010 er lands­fram­leiðslan áætluð 1.539,5 millj­arðar króna en þátta­tekj­urn­ar 1.338,3 millj­arðar króna. Mis­mun­ur­inn á þess­um tveim­ur hug­tök­um felst aðallega í óbein­um skött­um.
 
Hlut­fall launa af lands­fram­leiðslu var í raun 60,1% árið 2007 og 51,2% árið 2010. Mis­mun­ur­inn er 8,9% sem eru 137 millj­arðar króna á verðlagi árs­ins 2010.
 
Árið 2007 var hlut­ur launa í  sögu­legu há­marki á Íslandi og lík­lega heims­met, a.m.k. finn­ast eng­in dæmi um svo hátt hlut­fall í alþjóðleg­um gagna­söfn­um OECD eða ESB. Sér­kenni­legt er að miða við það ár en hin háu hlut­föll ár­anna 2004-2007 skýr­ast af mjög háu raun­gengi krón­unn­ar sem ekki fékk staðist til lengd­ar. Um það eru flest­ir sam­mála.
 
Hlut­fall launa af lands­fram­leiðslu árið 2010 er svipað og það var árin 1997-1998, þannig að nú­ver­andi hlut­föll eiga sér til­tölu­lega ný­leg for­dæmi. Þau ár var sæmi­legt jafn­vægi í þjóðarbú­skapn­um. Það er ekki hægt að segja um árið 2007. Næg­ir að nefna viðskipta­hall­ann sem nam 16% af lands­fram­leiðslu það ár.
 
Hlut­fall launa af lands­fram­leiðslu í Evr­ópu­sam­band­inu að meðaltali er svipað og það er nú á Íslandi.
 
Verg­ar þátta­tekj­ur flokk­ast í launa- og fjár­magn­s­tekj­ur. Sá hluti vergra þátta­tekna sem ekki eru laun og launa­tengd gjöld kall­ast verg­ur rekstr­araf­gang­ur (e. gross operat­ing surplus). Verg­ur rekstr­araf­gang­ur flokk­ast í af­skrift­ir, fjár­magn­s­tekj­ur, leigu­tekj­ur, arðgreiðslur, hrein­an hagnað af rekstri fyr­ir­tækja o.fl. Verg­ur rekstr­araf­gang­ur er því ekki mæli­kv­arði á hagnað fyr­ir­tækja,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert