Samið um embætti Jóns?

Jóhanna (l.t.h.) mun ekki hrófla við Jóni (l.t.v.) út kjörtímabilið.
Jóhanna (l.t.h.) mun ekki hrófla við Jóni (l.t.v.) út kjörtímabilið. mbl.is/Kristinn

Stjórnarfrumvarp um endurskoðun á lögum um stjórnarráðið verður tekið fyrir á fundi allsherjarnefndar Alþingis í dag og fer þaðan í aðra umræðu. Þar er m.a. lagt til að framvegis skuli ákvörðunarvald um það hvaða ráðuneyti skuli starfrækt hvíla hjá stjórnvöldum á hverjum tíma en ekki Alþingi.

Mjög hefur verið deilt um hugmyndir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um að stofna eitt atvinnuvegaráðuneyti og fullyrt að markmið hennar sé að losna við Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úr ríkisstjórninni. Þingmenn Vinstri grænna óttast að málið allt geti valdið alvarlegum klofningi í flokknum.

Sumir heimildarmenn blaðsins segja að nú hafi verið gerð málamiðlun: VG muni styðja frumvarpið gegn loforði um að ekki verði hróflað við Jóni út kjörtímabilið.

Markmiðið með frumvarpinu, sem ljóst er að færir forsætisráðherra á hverjum tíma aukin völd á kostnað Alþingis, er sagt vera að gera stjórnsýsluna markvissari og samhæfa betur störf ráðuneyta. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í allsherjarnefnd eru hins vegar andvígir frumvarpinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert