Ísland í neðsta sæti yfir fjárfestingar á EES

undirritaður fyrr í sumar.
undirritaður fyrr í sumar. mbl.is/RAX

Ísland hefur síðustu tvö ár verið á botninum innan Evrópska efnahagssvæðisins hvað varðar fjárfestingar. Árið 2009 námu fjárfestingar á Íslandi 10,6% af vergri landsframleiðslu, en ekkert land innan Evrópu var með minni fjárfestingu það ár. Meðalfjárfesting innan Evrópusambandsins var 16,2%.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að í fyrra hafi fjárfesting á Íslandi verið  10,3%, en þá var einungis Írland með minni fjárfestingu, eða 7,4%. Meðalfjárfesting innan ESB var 15,9%.

Í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin gaf í tengslum við gerð kjarasamninga í vor segir að markmið stjórnvalda og sé að auka fjárfestingar þannig að hlutfall fjárfestinga verði „ekki lægra en 20% í lok samningstímans“. Samtök atvinnulífsins og ASÍ hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að standa ekki við gefin fyrirheit, en samtökin óttast að fjárfestingar verði mun minni í ár en stefnt var að.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert