Umræðuhefð á þinginu breytist lítið

Þór Saari.
Þór Saari.

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í dag að ljóst væri af umræðunni á þinginu í dag að umræðuhefðin þar breyttist lítið. Stjórnarliðar héldu fram hálfsannleik í mörgum atriðum og stjórnarandstæðingar væru að mörgu leyti ósanngjarnir í gagnrýni sinni.

Þór sagði, að atvinnuuppbygging hefði verið hæg og hefðbundin fjárfesting dugi ekki til að koma Íslandi upp úr hinni djúpu kreppu.

Eina leiðin út úr kreppunni væri að örva einkaneyslu og slíkt yrði eingöngu gert með því helst að lækka skatta og með róttækri niðurfærslu á skuldum heimilanna þar sem vísitöluhækkanir á skuldunum verði færðar til baka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert