Bótarétturinn að renna út

Á annað hundrað manns missa rétt til atvinnuleysisbóta í haust.
Á annað hundrað manns missa rétt til atvinnuleysisbóta í haust. mbl.is/Ómar

Á fimmta þúsund manns hafa verið án vinnu í sam­tals ár eða leng­ur. Tak­ist ekki að ganga á at­vinnu­leysið í þess­um hópi er viðbúið að fjöldi fólks missi rétt til at­vinnu­leys­is­bóta á næsta ári og þurfi því að leita til sveit­ar­fé­laga um aðstoð.

Vign­ir Hafþórs­son, sér­fræðing­ur hjá Vinnu­mála­stofn­un, staðfest­ir að fjöldi fyr­ir­spurna hafi komið inn á borð stofn­un­ar­inn­ar frá sveit­ar­fé­lög­um að und­an­förnu, þar sem spurst sé fyr­ir um hversu marg­ir séu að fara að missa rétt til at­vinnu­leys­is­bóta.

Vign­ir treyst­ir sér ekki til að áætla hversu marg­ir missi bóta­rétt­inn á næsta ári en upp­lýs­ir að þeim fjölgi að óbreyttu er líður á árið.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að alls missa 115 bóta­rétt­inn á næstu þrem­ur mánuðum og ligg­ur ekki fyr­ir hversu hátt hlut­fall þeirra er með börn á fram­færi sínu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert