Formaður SUF segir sig úr Framsókn

Sigurjón Nordberg Kjærnested, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, hefur sagt af sér og sagt sig úr Framsóknarflokknum. Stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Skagafirði lýsir sig algerlega ósammála ummælum Sigurjóns Nordberg Kjærnested um ólýðræðisleg vinnubrögð, fámenni í ákvarðanatöku og sérhagsmunagæslu innan
Framsóknarflokksins.

Ummælin séu sérstaklega undarleg í ljósi þess að síðastliðin tvö ár hafa átt sér stað miklar og markvissar lýðræðis- og skipulagsumbætur innan flokksins sem allar miða að því að auka og auðvelda þátttöku almennra félagsmanna í stefnumörkun og ákvarðanatöku.

„Ummæli Sigurjóns eru ekki síst furðuleg vegna þess að hann hefur sem formaður SUF sjálfur beitt óspart þeim vinnubrögðum sem hann gagnrýnir. Frá því hann hlaut kosningu eftir víðtæka atkvæðasmölun utan flokksins hefur SUF verið stjórnað af fámennum hópi fólks í kring um hann sjálfan og nánast ekkert samráð verið haft við aðildarfélög sambandsins um málefni eða ákvarðanatöku. Ekki hefur verið haldinn stjórnarfundur í Sambandi ungra framsóknarmanna síðan í apríl og forystumenn SUF hafa ekki nýtt rétt sinn til setu á þingflokksfundum frá sama tíma, sem þó er einn mikilvægasti samráðsvettvangur ungliðahreyfingarinnar við forystu flokksins.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert