„Ég setti mig í hlutverk“

Lísa leitaði sér hjálpar hjá Stígamótum til að komast úr …
Lísa leitaði sér hjálpar hjá Stígamótum til að komast úr vændi.

„Ég byrjaði árið 2007. Þá kom ég úr sambandi og var í miklum skuldum. Ég sá í fréttum að það væri búið að lögleiða vændi á Íslandi og hugsaði sem svo að ég myndi bara redda þessu svona,“ segir Lísa, fyrrverandi vændiskona sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag.

„Í fyrstu törninni hélt ég það út í sex mánuði. Ég setti mig í hlutverk og sannfærði mig um að þetta væri ekkert mál. Eftir hálft ár hætti ég og fór í samband en það stóð ekki lengi. Ég var skemmd,“ segir Lísa.

Eftir þriggja mánaða vændistörn í fyrra ákvað hún að leita sér hjálpar og sótti til Stígamóta þar sem verið var að setja á laggirnar hóp fyrir konur sem vildu koma sér út úr vændi. „Meðferð mín á Stígamótum gaf mér nýja von og núna er ég vongóð um framtíðina. Ég held að það komist enginn upp úr vændi án þess að hafa stuðning.“

Í gær var opnað kvennaathvarf í Reykjavík fyrir konur á leið úr vændi og mansali. Árlega koma um 30-40 konur og nokkrir karlar í viðtöl á Stígamót vegna kláms og vændis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert