„Það er [...] svo hagkvæmt að flytja í nýjan spítala að reiknað er með að hagræðingin dugi fyrir byggingarkostnaðinum, með vöxtum,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, í Morgunblaðinu í dag um nýjan Landspítala sem stefnt er á að reisa.
„Það er reiknað með að þeir 40 milljarðar sem þarf til að reisa húsið verði endurgreiddir með þeim fjármunum sem sparast við að koma starfseminni fyrir á einum stað.“