Lilja gagnrýnir forsetann

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir.

„Forsetinn talar um að Íslendingar eigi að meðhöndla Kínverja eins og Evrópubúa og leyfa þeim að fjárfesta hér á landi. Furðuleg röksemdafærsla í ljósi þess að EES-samningurinn byggist á gagnkvæmni,“ skrifar Lilja Mósesdóttir þingmaður á Facebooksíðu sína fyrir stundu.

Tilefnið er viðtal Financial Times við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, þar sem hann ræðir fyrirhuguð kaup Huang Nabo á stórri landareign á Íslandi.

„Evrópubúar geta fjárfest hér á landi og Íslendingar á EES-svæðinu. Í Kína er land aðeins til leigu í 70 ár og síðan tekið eignarnámi. Kínverjar ættu því aðeins að fá leyfi til að leigja land, ekki kaupa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert