Fjöldi fólks hefur haft samband við Hjörleif Sveinbjörnsson, vin kaupsýslumannsins kínverska Huang Nubo, til að reyna komast í viðskipti við hann. Meðal þess sem nefnt hefur verið eru hótelbyggingar í Reykjavík og Hafnarfirði.
Þá segir hann fólk á Norðausturlandi mjög áhugasamt og margir í nágrenninu hafi nefnt möguleika á samstarfi. Þá hefur markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi lýst yfir fögnuði yfir áformum Nubo til að standa fyrir uppbyggingu á svæðinu.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ærið tilefni til að taka til endurskoðunar alla löggjöf vegna landeignarstefnu.