Nánast 100% víst að kaupmáttarforsendan stenst

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. mbl.is/Eggert

„Það eru mjög miklar líkur á því og nánast hundrað prósent, að kaupmáttarforsendan standist. Það er sú forsenda sem skiptir máli fyrir launafólk,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Kjarasamningar á almenna vinnumarkaðinum gilda til 31. janúar 2014, en endurskoðun fer fram í janúar á næsta ári og svo aftur í janúar 2013. Samningarnir halda því aðeins gildi sínu ef forsendunefnd, sem skipuð er fulltrúum SA og ASÍ, metur það svo að forsendur samninganna hafi staðist.

Þær eru taldar upp í fjórum töluliðum. Ein meginforsendan er sú að kaupmáttur launa hafi aukist á tímabilinu desember 2010 til desember 2011 skv. launavísitölu Hagstofunnar. Og hið sama þarf að eiga sér stað á tímabilinu desember 2011 til desember 2012.

Skv. seinustu mælingum Hagstofunnar hefur launavísitalan hækkað um 7,8% sl. tólf mánuði. Laun hækka að meðaltali um 6,3% á þessu ári. Verðbólguhorfur hafa hins vegar versnað verulega og spáir Seðlabankinn því að verðbólga verði 5,6% á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Eftir sem áður á kaupmáttur launa að styrkjast þó verðbólga verði um 5% yfir árið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert