Ögmundur svarar Brynjari

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson Eggert Jóhannesson

Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra kveðst á heimasíðu sinni ósam­mála skrif­um Brynj­ars Ní­els­son­ar, for­manns Lög­manna­fé­lags Íslands, um vörslu­svipt­ing­ar. Ráðherr­ann sak­ar for­mann­inn um aðdrótt­an­ir með þeirri full­yrðingu að hækk­un á dóms­mála­gjöld­um rétt­læti að fara fram­hjá lög­um í inn­heimtuaðgerðum.

Pist­ill Ögmund­ar er svohljóðandi:

„Í til­efni af um­fjöll­un um vörslu­svipt­ing­ar rit­ar Brynj­ar Ní­els­son, formaður Lög­manna­fé­lags Íslands, langa grein á vef­miðlinn Press­una um aðfara­hæfi. Þar vek­ur hann sér­staka at­hygli á þeim kostnaði sem fylg­ir því að fara að lög­um og seg­ir:

„Þegar fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækj­um er með ólög­mæt­um hætti aftrað frá því að nýta samn­ings­bund­inn rétt sinn leggst auk­inn kostnaður á inn­heimtu kröf­unn­ar, enda hafa rétt­ar­gjöld verið hækkuð mjög ræki­lega að und­an­förnu eins og inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu er full­kunn­ugt um. Þessi kostnaður sem nem­ur tug­um þúsunda leggst til viðbót­ar á kröf­una og hækk­ar þannig skuld greiðand­ans. Vand­inn er hins veg­ar sá að þeir sem leika þann leik að neita að af­henda bif­reiðina þrátt fyr­ir vanefnd­ir eru oft­ast ekki borg­un­ar­menn fyr­ir þeim viðbót­ar­kostnaði. Slík­ur kostnaður kem­ur því fram sem tjón fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins sem leiðir til hærri vaxta­greiðslna þeirra sem standa í skil­um.““

„Hand­rukk­ur­um að skapi“

Ögmund­ur gef­ur lítið fyr­ir gagn­rýni Brynj­ars.

„Þessi lógík er hand­rukk­ur­um og of­beld­is­mönn­um ef­laust að skapi, en ekki okk­ur hinum sem vilj­um held­ur að ágrein­ings­mál séu leyst með aðstoð rétt­ar­vörslu­kerfs­ins. Með rök­fræði Brynj­ars mætti hins veg­ar af­nema rétt­ar­ríkið í heild sinni, enda fylg­ir því um­tals­verður kostnaður sem við ber­um öll sam­an, óháð því hvort við þurf­um nokk­urn tím­ann að leita til dóm­stóla.

Brynj­ar vel­ur - og er það vænt­an­lega með ráðum gert - að skauta al­farið fram­hjá þeirri staðreynd að vörslu­svipt­ing­ar­menn hafa ekki heim­ild til að beita valdi, sama hversu hag­kvæmt þeim kann að þykja það gagn­vart eig­in buddu eða annarra. Lög­gjöf­in er al­veg skýr í þessu sam­bandi. Sá sem tel­ur sig eiga rétt til eign­ar sem er í vörslu ann­ars manns þarf að leita til op­in­bers aðila og færa sönn­ur á rétt sinn. Dóm­ari tek­ur síðan af­stöðu til þess hvort beiðnin er rétt­mæt. Það skal hins veg­ar und­ir­strikað að gerðarbeiðanda er óheim­ilt að taka eign í sína vörslu þar til leyst hef­ur verið úr ágrein­ingn­um fyr­ir dómi.

Lög­regl­an ein hef­ur heim­ild til vald­beit­ing­ar og þeirri heim­ild fylg­ir rík ábyrgð. Öllum má vera ljóst - og von­andi einnig for­manni Lög­manna­fé­lags Íslands - að það myndi leiða til lög­leysu og óreiðu ef ekki giltu skýr­ar regl­ur í þess­um efn­um.

Mín skoðun er sú að heim­ild­ir til vald­beit­ing­ar eigi að vera skýr­ar og þröng­ar, þannig að lög­gæslu­menn eigi auðveld­ara með að meta heim­ild­ir sín­ar, í stað þess að gera þá að dómur­um í oft flókn­um ágrein­ings­mál­um. Þá er hitt eng­in lausn fal­in í því að fram­selja heim­ild til vald­beit­ing­ar til hópa inn­heimtu­manna eða einka­rek­inna rukk­ara. Slíkt er í and­stöðu við regl­ur rétt­ar­rík­is­ins sem ég trúi að okk­ur Brynj­ari Ní­els­syni, for­manni Lög­manna­fé­lags Íslands, sé báðum um­hugað um að halda í heiðri,“ skrif­ar Ögmund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert