Réttað í Rugludalsrétt í dag

Réttað verður í Baldursheimsrétt á morgun.
Réttað verður í Baldursheimsrétt á morgun. BFH

Fyrstu réttir haustsins fara fram í dag, en þá verður réttað í Rugludalsrétt í Blöndudal, Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit, Hrútatungurétt í Hrútafirði, Kleifnarétt í Fljótum,  Ljárskógarétt í Laxárdal, Miðfjarðarrétt í Miðfirði og Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit.

Á morgun verður réttað í Baldursheimsrétt í Mývatnssveit og Þverárrétt ytri í Eyjafjarðarsveit.

Margar réttir eru seinni á ferðinni í ár en síðustu ár. Ástæða er að vorið var kalt og því fór fé seinna á fjall en í venjulegu ári.

Sauðfjárslátrun er hafin víða um land, en hún hefst þó ekki að fullum krafti fyrr en um 10. september.

Listi yfir réttir haustsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert