Stundvísi batnar hjá Iceland Express

Miklar seinkanir á flugi setja ekki aðeins ferðaplön farþegana úr …
Miklar seinkanir á flugi setja ekki aðeins ferðaplön farþegana úr skorðum heldur geta þær einnig verið þeim kostnaðarsamar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stundvísi hefur batnað verulega hjá Iceland Express í sumar. Nú í lok sumars eru nærri sex af hverjum tíu ferðum félagsins á áætlun. Meðalseinkunin eru komin niður í 24 mínútur. Hjá Icelandair koma og fara þoturnar í nærri áttatíu prósent tilvika á réttum tíma og seinkunin er 11 mínútur að jafnaði.

Þetta kemur fram á vefsíðunni Túristi.is. en síðan hefur í sumar daglega reiknað út hversu mörg flug Icelandair og Iceland Express koma og fara á réttum tíma til og frá Leifsstöð, og hversu löng seinkunin er að jafnaði.

Miklar seinkanir á flugi setja ekki aðeins ferðaplön farþegana úr skorðum heldur geta þær einnig verið þeim kostnaðarsamar.

Í upphafi mælinga átti Iceland Express mjög erfitt með að halda áætlun. Aðeins 17 prósent af vélunum fóru á umsömdum tíma og farþegarnir þurftu að sætta sig við klukkutíma seinkun að meðaltali. Fyrirtækið baðst í framhaldinu afsökunar á seinaganginum.

Nánar á Túristi.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert