Vilja Kínverjar íslenska vatnið?

Huang Nubo
Huang Nubo Ernir Eyjólfsson

Er áhugi kínverska auðjöfursins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum yfirvarp fyrir áhuga kínverskra stjórnvalda á ferskvatni frá Vatnajökli? Kanadíski fjölmiðillinn CTV Montreal veltir þessu fyrir sér í ýtarlegri umfjöllun um hina umtöluðu viðskiptahugmynd Huang.

Rætt er við Jón Þórisson, sem kynntur er sem baráttumaður gegn því að erlendir aðilar geti eignast jarðir á Íslandi, og haft eftir honum að sú atburðarás geti farið í hönd að Íslendingar endi uppi sem leiguliðar í eigin landi.

Þá er rætt við Andra Snæ Magnason rithöfund sem kveðst ekki skilja rökin að baki hinum fyrirhuguðu kaupum.

Áhugasamir geta nálgast umföllunina hér en hún byggir að hluta á fréttaskeytum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert